35. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 21. janúar 2021 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:05
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:00

Birgir Ármannsson boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Hildur Edwald

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 34. fundar var samþykkt.

2) 278. mál - menntastefna 2020--2030 Kl. 09:00
Nefndin ræddi við Eyrúnu Björk Valsdóttur frá Alþýðusambandi Íslands, Karl Sigurðsson frá BSRB og Sólveigu Lilju Snæbjörnsdóttur og Selmu Kristjánsdóttur frá VR. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur frá Samtökum atvinnulífsins og Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur frá Samtökum iðnaðarins. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 366. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 09:45
Tillaga um að Silja Dögg Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

4) 367. mál - fjölmiðlar Kl. 09:45
Tillaga um að Silja Dögg Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 09:45
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:55